Lífið

Handleggsbrot í Brúðubílnum

Helga Steffensen stýrir brúðuleikhúsi handleggsbrotin í allt sumar.
Helga Steffensen stýrir brúðuleikhúsi handleggsbrotin í allt sumar.
„Ég er í miklu gifsi langt upp að olnboga og fram yfir fingur,“ segir brúðuleikarinn Helga Steffensen sem varð fyrir því óhappi í vikunni að detta inn í Brúðubílinn og handleggsbrotna. Atvikið átti sér stað eftir generalprufu sumarsins í Hallargarðinum en eins og flestir vita hefur Helga skemmt börnum í hartnær 32 ár með sýningum Brúðubílsins.

„Það versta er að ég þarf að vera í gifsi í fimm til sex vikur sem er allt sumarið,“ segir Helga miður sín en hún braut bein í handarbakinu, í löngutöng, baugfingri og litla fingri. „Ég er samt heppin að það standi tveir puttar upp úr gifsinu. Það eru þumalfingur og vísifingur og þeir eru sterkir puttar.“ Á sama tíma lofar hún að sýningar sumarsins beri ekki skaða af og að engin þeirra falli niður.

„Hægri höndin er laus og ég get gert stýrt öllum brúðunum með þessum tveimur puttum þó ég finni hræðilega til. Ég stýri til dæmis litlum fíl en hann er skaftbrúða og ég get haldið utan um skaftið. Síðan er ekkert vesen að stýra Lilla þar sem ég er orðin svo vön honum,“ segir handleggsbrotni brúðuleikarinn.-hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.