Innlent

Snjóflóð í Glerárdal

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um snjóflóð í suðurhlóðum Kerlingar í Glerárdal fyrr í dag. Tveir vélsleðamenn lentu í flóðinu og var óljóst um afdrif þeirra. Voru þá þegar ræstar út björgunarsveitir Landsbjargar á svæðinu og undirbúningur aðgerða hafin.

Vélsleðamennirnir höfðu síðan samband við lögregluna en þeir komust úr flóðinu a sjálfdáðum. Mennirnir voru óslasaðir og var þá aðstoð afturkölluð.

Þarna höfðu nokkrir vélsleðamenn verið á ferðinni og á leið uppá fjallið Kerlingu og lentu tveir þeir öftustu í flekaflóði sem fór af stað í kjölfar þeirra sem á undan voru. Annar mannanna grófst í flóðinu en náði að komast upp úr því af sjálfdáðum. Sá aðili var með bakpoka með útblásanlegum loftpúðum sem ætlað er að koma mönnum til aðstoðar í aðstæðum sem þessum og náði maðurinn að virkja loftpúðana og má telja líklegt að það hafi hjálpað til að halda manninum efst í flóðinu. Félagar mannsins sáu því allan tímann hvar hann var staddur í flóðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×