Hólmfríður: Mikill sorgardagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2012 19:00 Hólmfríður í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm „Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu," sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum. Hólmfríður og Katrín Ómarsdóttir voru á mála hjá Philadelphia Independence og áttu að halda utan í mars. En í dag bárust þær fregnir að ekkert verði spilað í bandarísku WPS-deildinni í ár. Ástæðan eru fjárhagserfiðleikar og málaferli sem forráðamenn deildarinnar standa í. Þó er stefnt að því að byrja að spila aftur árið 2013. En ákvörðunin setur Hólmfríði og aðra leikmenn í mjög erfiða stöðu. „Það er búið að ganga á ýmsu og á sínum tíma var nokkur óvissa um hvort að það yrði spilað. En svo var gefið grænt ljós á það fyrir tveimur mánuðum síðan og því var ég ekkert að velta þessum málum fyrir mér lengur," sagði Hólmfríður. „Ef það er fótur fyrir því að halda áfram að spila árið 2013 er það hið besta mál. En þá þarf meiri stöðuleika og fleiri lið til að taka þátt. Það gengur ekki að leikmenn þurfi stöðugt að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi sínu," sagði hún en aðeins fimm lið voru skráð til leiks á tímabilinu. „En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég verð að hugsa um þetta á þeim nótum. Ég er reyndar engan veginn búin að átta mig á þessu enda heyrði ég fyrst af þessu í dag. Nú tekur við leit að nýju félagi," sagði Hólmfríður og lítur til Evrópu. Hún á norskan umboðsmann og lá það þegar fyrir áður en þetta mál kom upp að fara til Noregs síðar í vikunni til að ræða við félag. „Það átti að vera fyrir haustið [eftir að tímabilinu átti að ljúka í Bandaríkjunum] en nú kemur allt til greina. Síðustu þrjá tímana hef ég verið að tala við umboðsmanninn minn í Noregi og er leitin hafin." „En þetta var auðvitað ekki það sem ég vildi og þetta er í raun alveg ömurlegt. Þetta er mikill sorgardagur. Þetta eru ekki síst hræðilegar fréttir fyrir bandaríska knattspyrnu og með ólíkindum að ekki sé hægt að halda út atvinnumannadeild í þessu stóra landi." Fótbolti Tengdar fréttir Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
„Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu," sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum. Hólmfríður og Katrín Ómarsdóttir voru á mála hjá Philadelphia Independence og áttu að halda utan í mars. En í dag bárust þær fregnir að ekkert verði spilað í bandarísku WPS-deildinni í ár. Ástæðan eru fjárhagserfiðleikar og málaferli sem forráðamenn deildarinnar standa í. Þó er stefnt að því að byrja að spila aftur árið 2013. En ákvörðunin setur Hólmfríði og aðra leikmenn í mjög erfiða stöðu. „Það er búið að ganga á ýmsu og á sínum tíma var nokkur óvissa um hvort að það yrði spilað. En svo var gefið grænt ljós á það fyrir tveimur mánuðum síðan og því var ég ekkert að velta þessum málum fyrir mér lengur," sagði Hólmfríður. „Ef það er fótur fyrir því að halda áfram að spila árið 2013 er það hið besta mál. En þá þarf meiri stöðuleika og fleiri lið til að taka þátt. Það gengur ekki að leikmenn þurfi stöðugt að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi sínu," sagði hún en aðeins fimm lið voru skráð til leiks á tímabilinu. „En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég verð að hugsa um þetta á þeim nótum. Ég er reyndar engan veginn búin að átta mig á þessu enda heyrði ég fyrst af þessu í dag. Nú tekur við leit að nýju félagi," sagði Hólmfríður og lítur til Evrópu. Hún á norskan umboðsmann og lá það þegar fyrir áður en þetta mál kom upp að fara til Noregs síðar í vikunni til að ræða við félag. „Það átti að vera fyrir haustið [eftir að tímabilinu átti að ljúka í Bandaríkjunum] en nú kemur allt til greina. Síðustu þrjá tímana hef ég verið að tala við umboðsmanninn minn í Noregi og er leitin hafin." „En þetta var auðvitað ekki það sem ég vildi og þetta er í raun alveg ömurlegt. Þetta er mikill sorgardagur. Þetta eru ekki síst hræðilegar fréttir fyrir bandaríska knattspyrnu og með ólíkindum að ekki sé hægt að halda út atvinnumannadeild í þessu stóra landi."
Fótbolti Tengdar fréttir Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28