Fótbolti

Neymar gæti unnið óskarsverðlaun ef hann vildi

Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska liðsins Santos, er orðinn þreyttur á stanslausu tali um að Neymar sé á leið til Barcelona þó svo hann sé búinn að skrifa undir samning við Santos til ársins 2014.

Ribeiro vill halda leikmanninum lengur en það og ætlar að gera sitt til þess að missa ekki leikmanninn.

"Neymar er þannig gaur að hann gæti dansað með Bolsoj-balletinum ef hann vildi. Hann gæti líka unnið óskarsverðlaun ef hann væri leikari," sagði Ribeiro sem sér ekki sólina fyrir sínum manni.

"Ég vil að Neymar verði hér þar til hann er 80 ára gamall. Ég mun meira að segja bjóða syni hans samning. Neymar er Santos og stuðningsmaður liðsins. Barcelona? Þeir geta bara farið að tína kartöflur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×