Ævintýralegur fiskafli fimm smábáta í Bolungarvík Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2012 19:11 Fimm smábátar hafa rifið upp efnahag Bolungarvíkur, fiska allt árið, þykja óvenju fengsælir og koma að jafnaði með um þrjátíu milljóna króna aflaverðmæti að landi í hverjum mánuði. Guðmundur Einarsson er einn þessara báta en hinir eru Einar Hálfdáns, Hrólfur Einarsson, Sirrý og Vilborg. Hver þeirra hefur verið að veiða í kringum 1.500 tonn á ári á línu, einkum þorsk, steinbít og ýsu, og aflaverðmæti í kringum 350 milljónir á ári, hjá hverjum og einum. Fleiri bátar, eins og Siggi Bjartar, nálgast hina óðum. Þótt þeir teljist smábátar eru þeir orðnir svo öflugir að þeir veiða álíka mikið á ári og 300 tonna stálskip hefði þótt gott með fyrir tuttugu árum eða svo. Að jafnaði eru þrír menn í áhöfn, tveir róa meðan sá þriðji er í fríi, en auk þess vinna sex manns við línubeitingu í landi fyrir hvern bát. Frá Bolungarvík er stutt að sækja á smábátum á fengsæl mið og bæjarstjórinn, Elías Jónatansson, kætist yfir aflaaukningu. Hann segir að aflinn síðustu þrjú árin hafi að meðaltali verið um 25% meiri miðað við tíu árin þar á undan. Aukingin skýrist einkum af kvótakaupum, en eigendur bátanna hafa lagt mikið undir til að kaupa meiri kvóta á undanförnum árum. Og Bolvíkingar ætla sér enn stærri hlut á næstum árum því það styttist í að þeir fái afhenta þrjá nýja báta sem verið er að smíða í Trefjum í Hafnarfirði, en þeir eru allir yfirbyggðir og sérsniðnir til að smella undir 15 tonna stærðarmörkin. Í Víkinni finna menn bæjarbraginn breytast, eins og heyra má Elías bæjarstjóra lýsa í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fimm smábátar hafa rifið upp efnahag Bolungarvíkur, fiska allt árið, þykja óvenju fengsælir og koma að jafnaði með um þrjátíu milljóna króna aflaverðmæti að landi í hverjum mánuði. Guðmundur Einarsson er einn þessara báta en hinir eru Einar Hálfdáns, Hrólfur Einarsson, Sirrý og Vilborg. Hver þeirra hefur verið að veiða í kringum 1.500 tonn á ári á línu, einkum þorsk, steinbít og ýsu, og aflaverðmæti í kringum 350 milljónir á ári, hjá hverjum og einum. Fleiri bátar, eins og Siggi Bjartar, nálgast hina óðum. Þótt þeir teljist smábátar eru þeir orðnir svo öflugir að þeir veiða álíka mikið á ári og 300 tonna stálskip hefði þótt gott með fyrir tuttugu árum eða svo. Að jafnaði eru þrír menn í áhöfn, tveir róa meðan sá þriðji er í fríi, en auk þess vinna sex manns við línubeitingu í landi fyrir hvern bát. Frá Bolungarvík er stutt að sækja á smábátum á fengsæl mið og bæjarstjórinn, Elías Jónatansson, kætist yfir aflaaukningu. Hann segir að aflinn síðustu þrjú árin hafi að meðaltali verið um 25% meiri miðað við tíu árin þar á undan. Aukingin skýrist einkum af kvótakaupum, en eigendur bátanna hafa lagt mikið undir til að kaupa meiri kvóta á undanförnum árum. Og Bolvíkingar ætla sér enn stærri hlut á næstum árum því það styttist í að þeir fái afhenta þrjá nýja báta sem verið er að smíða í Trefjum í Hafnarfirði, en þeir eru allir yfirbyggðir og sérsniðnir til að smella undir 15 tonna stærðarmörkin. Í Víkinni finna menn bæjarbraginn breytast, eins og heyra má Elías bæjarstjóra lýsa í viðtali í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“