Fótbolti

Portúgalinn Proenca dæmir úrslitaleikinn á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro Proenca.
Pedro Proenca. Mynd/Nordic Photos/Getty
UEFA hefur ákveðið að það verði Portúgalinn Pedro Proenca sem dæmi úrslitaleikinn á EM á milli Spánverja og Ítala en leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið.

Pedro Proenca er 41 árs gamall fjármálaráðgjafi en hann dæmdi einnig úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor á milli Chelsea and Bayern München.

Proenca hefur dæmt í portúgölsku deildinni síðan 1998 og hefur verið FIFA-dómari síðan 2003.

Proenca hefur þegar dæmt þrjá leiki á EM nú síðast leik Englendinga og Ítala í átta liða úrslitunum. Hann dæmdi eining leik Spánverja og Íra í C-riðli og leik Svía og Frakka í D-riðli.

Proenca hefur gefið 10 gul spjöld í þessum þremur leikjum en i þeim gaf hann hvorki rautt spjald né dæmdi vítaspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×