Innlent

Aðstoða sjófarendur á Faxaflóa

Um helgina var gengið frá samningi um styrk Faxaflóahafna sf. til björgunarsveita sem hjálpa sjófarendum á Faxaflóa. Mynd/Landsbjörg
Um helgina var gengið frá samningi um styrk Faxaflóahafna sf. til björgunarsveita sem hjálpa sjófarendum á Faxaflóa. Mynd/Landsbjörg
Faxaflóahafnir sf. styrkja starfsemi Landsbjargar, Björgunarbátasjóðs Reykjavíkur og fjögurra björgunarsveita við Faxaflóa næstu fimm árin. Skrifað var undir samning þessa efnis á aðalfundi Faxaflóahafna á laugardag. Alls greiða Faxaflóahafnir út á samningstímanum tíu milljónir króna, tvær milljónir hvert ár.

„Auk Landsbjargar og Björgunarsjóðs Reykjavíkur nær samningurinn til Björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík, sem hyggur á bátakaup, Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi, Björgunarfélags Akraness og Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi,“ segir í tilkynningu Landsbjargar og Faxaflóahafna.

„Aðilar samkomulags þessa eru sammála um að veita hver öðrum gagnkvæma aðstoð þegar á þarf að halda vegna björgunar og aðstoðar við sjófarendur, skip og báta á Faxaflóa,“ segir í fyrstu grein samkomulagsins. Þá segir í tilkynningunni að í samkomulaginu felist viðurkenning Faxaflóahafna á mikilvægi björgunarsveitanna og staðfesting á hlutverki þeirra til aðstoðar sjófarendum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×