Fótbolti

Andrei Arshavin verður fyrirliði Rússa á EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningmenn Zenti tolleruðu Andrei Arshavin eftir að titilinn var í höfn.
Stuðningmenn Zenti tolleruðu Andrei Arshavin eftir að titilinn var í höfn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dick Advocaat, þjálfari Rússa, er búinn að gefa það út að Andrei Arshavin verði fyrirliði rússneska landsliðsins á EM í sumar. Þetta verður síðasta verkefni Advocaat með rússneska liðið en hann mun fara til PSV Eindhoven eftir mótið.

„Arshavin verður fyrirliðinn á mótinu," sagði Dick Advocaat en hinn þrítugi Andrei Arshavin hefur fengið endurnýjun lífdaga hjá Zenit St. Petersburg sem fékk hann að láni frá Arsenal í janúar. Arshavin hjálpaði Zenit að vinna rússneska meistaratitilinn.

Rússar eru í riðli með Póllandi, Tékklandi og Grikklandi sem er að mörgum talinn vera léttasti riðill keppninnar.

Arshavin hefur skoraði 17 mörk í 68 landsleikjum þar af komu 5 þeirra í 8 landsleikjum árið 2008 þegar Arshavin hjálpaði rússneska liðinu að komast alla leið í undanúrslit á EM 2008. Hann hefur aðeins skorað 2 mörk í 27 landsleikjum síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×