Hætta á vopnuðum átökum fer vaxandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2012 15:23 Viðbúnaður lögreglu vegna skotárásarinnar í Bryggjuhverfi var gríðarlegur. mynd/ egill. Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag. Í matinu segir að í febrúar síðastliðnum hafi greiningardeild Ríkislögreglustjóra sent frá sér skýrslu þar sem sagt var frá vísbendingum um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Niðurstaða skýrslunnar var einkum sú að hætta færi vaxandi á átökum og jafnvel uppgjöri. Hafi það mat verið byggt á upplýsingum um tilkomu nýrra hópa brotamanna. Í þessu samhengi bendir lögreglan meðal annars á skotárásina sem gerð var í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn sem tengist vélhjólasamtökunum Outlaws. Við rannsókn málsins lagði lögreglan hald á byssur, skotfæri og hnífa. Lögreglan segir að þetta dæmi bendi til þess að nýir hópar láti nú til sín taka í samkeppni við erfiðari aðstæður á markaði. Jafnframt sé ástæða til að ætla að hömluleysi fari vaxandi innan þeirra hópa sem einkum láta til sín taka. Þá þróun megi vafalítið í einhverjum tilvikum rekja til neyslu viðkomandi á sérlega hættulegum örvandi efnum sem vitað er að framleidd eru hér á landi. Þá segir í áhættumati Ríkislögreglustjóra að lögreglan búi yfir upplýsingum þess efnis að skammbyssum sé smyglað inn í landið í einhverju mæli. Fyrir liggur að þekktir hópar afbrotamanna hafi á síðustu misserum lagt áherslu á að komast yfir vopn. Frá árinu 2008 hafi umsóknum um innflutning á skammbyssum fjölgað nokkuð. Það sé mat greiningardeildar að hraða þurfi endurskoðun á skotvopnalöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja örugga vörslu og meðhöndlun slíkra vopna. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag. Í matinu segir að í febrúar síðastliðnum hafi greiningardeild Ríkislögreglustjóra sent frá sér skýrslu þar sem sagt var frá vísbendingum um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Niðurstaða skýrslunnar var einkum sú að hætta færi vaxandi á átökum og jafnvel uppgjöri. Hafi það mat verið byggt á upplýsingum um tilkomu nýrra hópa brotamanna. Í þessu samhengi bendir lögreglan meðal annars á skotárásina sem gerð var í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn sem tengist vélhjólasamtökunum Outlaws. Við rannsókn málsins lagði lögreglan hald á byssur, skotfæri og hnífa. Lögreglan segir að þetta dæmi bendi til þess að nýir hópar láti nú til sín taka í samkeppni við erfiðari aðstæður á markaði. Jafnframt sé ástæða til að ætla að hömluleysi fari vaxandi innan þeirra hópa sem einkum láta til sín taka. Þá þróun megi vafalítið í einhverjum tilvikum rekja til neyslu viðkomandi á sérlega hættulegum örvandi efnum sem vitað er að framleidd eru hér á landi. Þá segir í áhættumati Ríkislögreglustjóra að lögreglan búi yfir upplýsingum þess efnis að skammbyssum sé smyglað inn í landið í einhverju mæli. Fyrir liggur að þekktir hópar afbrotamanna hafi á síðustu misserum lagt áherslu á að komast yfir vopn. Frá árinu 2008 hafi umsóknum um innflutning á skammbyssum fjölgað nokkuð. Það sé mat greiningardeildar að hraða þurfi endurskoðun á skotvopnalöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja örugga vörslu og meðhöndlun slíkra vopna.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira