Erlent

Ákærður fyrir morðið á April Jones

Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar.
Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar. skjáskot af vef Skynews
Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar.

Hún hefur ekki enn fundist en lögreglan telur fullvíst að hún sé látin þar sem hún þjáist af heilalömun og þarf á lyfjum að halda. Bridger var handtekinn á þriðjudag en hefur ekki viljað gefa neitt upp um málið.

Saksóknari telur samt sem áður að nægar sannanir séu fyrir hendi um að hann hafi myrt hana.

Leit stendur enn yfir en fjölmennt lið, lögreglu- og björgunarsveitarmanna og sjálfboðaliða, taka þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×