Lagerbäck: Gylfi er sérstakur leikmaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2012 08:15 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Gylfi Þór Sigurðsson ræðast við.fréttablaðið/anton Ísland mætir í kvöld Noregi í fyrstu umferð undankeppni HM 2014. Þetta verður fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck og mun hann freista þess að verða fyrsti þjálfari íslenska landsliðsins í 22 ár sem vinnur fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni stórmóts. Ísland hefur tapað sex slíkum leikjum í röð – eftir frægt 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands fyrir fjórtán árum. En nú eru nýir tímar. Nýr landsliðsþjálfari og nýr fyrirliði sem fer fyrir ungum og efnilegum hópi leikmanna sem eiga að færa íslenska landsliðið á annan og betri stall en það hefur verið á undanfarin ár. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið andlit íslenskrar knattspyrnu gagnvart umheiminum í rúman áratug en nú hafa leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson tekið við keflinu. Kolbeinn verður reyndar frá í kvöld vegna axlarmeiðsla og missir væntanlega einnig af leiknum gegn Kýpverjum ytra í næstu viku. Slæmt að missa Kolbein„Fjarvera Kolbeins mun ekki breyta okkar leik í grunnatriðum. Við fáum nú annan leikmann í liðið og þurfum að aðlaga okkar leik samkvæmt því en það mun ekki breyta öllu fyrir okkur," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær en játaði því auðvitað að hann saknaði manns sem hefði skorað átta mörk í fyrstu ellefu landsleikjunum sínum. „Hann hlýtur að teljast í heimsklassa með slíkar tölur á bak við sig," sagði hann. „Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í liðinu." Gylfi gerir aðra betri í kringum sigVegna fjarveru Kolbeins er ekki útilokað að Gylfi muni spila sem framherji í kvöld, eins og hann gerði með góðum árangri í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi. Hann hefur einnig spilað á kantinum sem og miðjunni undir stjórn Lagerbäck. „Venjulega færi ég ekki mína leikmenn á milli staða eins og hefur gerst í tilfelli Gylfa. En hann er klár strákur og hann skilur mína afstöðu. Auðvitað væri það samt betra ef leikmenn fengju sínar stöður og kynntust þeim sem best," sagði Lagerbäck. Hann vill að Gylfi nýtist liðinu sem best, sama í hvaða stöðu hann er. „Gylfi er sérstakur leikmaður. Hann er mikill liðsmaður og gerir aðra betri í kringum sig. Miðað við þá hæfileika sem hann býr yfir ætti hann að gera meira upp á eigin spýtur. Nú þegar Kolbeinn er ekki með get ég notað Gylfa á annan máta en ég hefði gert væri Kolbeinn leikfær. Þess vegna hef ég notað hann í nokkrum stöðum. Hann hefur staðið sig mjög vel í öllum þeim hlutverkum. Ekki hægt að krefjast sigursLagerbäck ætlar ekki að krefjast sigurs í leiknum í kvöld. „Það er ekki hægt að krefjast neins í knattspyrnu. Það er hægt að leggja mikla vinnu á sig og vona að leikmennirnir standi sig vel. Við stefnum á sigur og ég er viss um að leikmennirnir séu sammála því." Hann segist skilja vel að fólk geri kröfur til liðsins og vilji jákvæð úrslit. „Þau skilaboð sem ég legg til leikmanna er að með því að undirbúa sig eins vel og kostur er og með því að leggja allt sitt á borðið er hægt að vinna öll lið. Það hefur margsýnt sig," segir hann og bætir við: „Ef okkur tekst að gera það 7-8 sinnum í þessum riðli munum við fara á HM. Það er vel mögulegt að Ísland komist á stórmót eins og hefur sýnt sig með árangri U-17 og U-21 landsliðum Íslands, sem bæði hafa komist í úrslitakeppni Evrópumóts." 22 ára bið á enda í kvöld?Síðasti sigur Íslands í fyrsta heimaleik í undankeppni stórmóts var gegn Albaníu þann 30. maí árið 1990. Leikurinn endaði 2-0 með mörkum Arnórs Guðjohnsen og Atla Eðvaldssonar. Þjálfari liðsins var Svíinn Bo Johannsson, síðasti erlendi landsliðsþjálfari okkar á undan Lagerbäck, sem er einnig Svíi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.45. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Ísland mætir í kvöld Noregi í fyrstu umferð undankeppni HM 2014. Þetta verður fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck og mun hann freista þess að verða fyrsti þjálfari íslenska landsliðsins í 22 ár sem vinnur fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni stórmóts. Ísland hefur tapað sex slíkum leikjum í röð – eftir frægt 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands fyrir fjórtán árum. En nú eru nýir tímar. Nýr landsliðsþjálfari og nýr fyrirliði sem fer fyrir ungum og efnilegum hópi leikmanna sem eiga að færa íslenska landsliðið á annan og betri stall en það hefur verið á undanfarin ár. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið andlit íslenskrar knattspyrnu gagnvart umheiminum í rúman áratug en nú hafa leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson tekið við keflinu. Kolbeinn verður reyndar frá í kvöld vegna axlarmeiðsla og missir væntanlega einnig af leiknum gegn Kýpverjum ytra í næstu viku. Slæmt að missa Kolbein„Fjarvera Kolbeins mun ekki breyta okkar leik í grunnatriðum. Við fáum nú annan leikmann í liðið og þurfum að aðlaga okkar leik samkvæmt því en það mun ekki breyta öllu fyrir okkur," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær en játaði því auðvitað að hann saknaði manns sem hefði skorað átta mörk í fyrstu ellefu landsleikjunum sínum. „Hann hlýtur að teljast í heimsklassa með slíkar tölur á bak við sig," sagði hann. „Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í liðinu." Gylfi gerir aðra betri í kringum sigVegna fjarveru Kolbeins er ekki útilokað að Gylfi muni spila sem framherji í kvöld, eins og hann gerði með góðum árangri í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi. Hann hefur einnig spilað á kantinum sem og miðjunni undir stjórn Lagerbäck. „Venjulega færi ég ekki mína leikmenn á milli staða eins og hefur gerst í tilfelli Gylfa. En hann er klár strákur og hann skilur mína afstöðu. Auðvitað væri það samt betra ef leikmenn fengju sínar stöður og kynntust þeim sem best," sagði Lagerbäck. Hann vill að Gylfi nýtist liðinu sem best, sama í hvaða stöðu hann er. „Gylfi er sérstakur leikmaður. Hann er mikill liðsmaður og gerir aðra betri í kringum sig. Miðað við þá hæfileika sem hann býr yfir ætti hann að gera meira upp á eigin spýtur. Nú þegar Kolbeinn er ekki með get ég notað Gylfa á annan máta en ég hefði gert væri Kolbeinn leikfær. Þess vegna hef ég notað hann í nokkrum stöðum. Hann hefur staðið sig mjög vel í öllum þeim hlutverkum. Ekki hægt að krefjast sigursLagerbäck ætlar ekki að krefjast sigurs í leiknum í kvöld. „Það er ekki hægt að krefjast neins í knattspyrnu. Það er hægt að leggja mikla vinnu á sig og vona að leikmennirnir standi sig vel. Við stefnum á sigur og ég er viss um að leikmennirnir séu sammála því." Hann segist skilja vel að fólk geri kröfur til liðsins og vilji jákvæð úrslit. „Þau skilaboð sem ég legg til leikmanna er að með því að undirbúa sig eins vel og kostur er og með því að leggja allt sitt á borðið er hægt að vinna öll lið. Það hefur margsýnt sig," segir hann og bætir við: „Ef okkur tekst að gera það 7-8 sinnum í þessum riðli munum við fara á HM. Það er vel mögulegt að Ísland komist á stórmót eins og hefur sýnt sig með árangri U-17 og U-21 landsliðum Íslands, sem bæði hafa komist í úrslitakeppni Evrópumóts." 22 ára bið á enda í kvöld?Síðasti sigur Íslands í fyrsta heimaleik í undankeppni stórmóts var gegn Albaníu þann 30. maí árið 1990. Leikurinn endaði 2-0 með mörkum Arnórs Guðjohnsen og Atla Eðvaldssonar. Þjálfari liðsins var Svíinn Bo Johannsson, síðasti erlendi landsliðsþjálfari okkar á undan Lagerbäck, sem er einnig Svíi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.45.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira