Fótbolti

Aron: Erum betur undirbúnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar á landsliðsæfingu.
Aron Einar á landsliðsæfingu. Mynd/Anton
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að það hafi ýmislegt breyst með tilkomu landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck.

Ísland mætir í kvöld Noregi í undankeppni HM 2014 og er það fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Lagerbäck. Hingað til hefur liðið spilað fimm æfingaleiki undir hans stjórn en unnið aðeins einn.

Aron var fyrir skömmu gerður að landsliðsfyrirliða og hann var spurður á blaðamannafundi í gær hvað hafði breyst með nýjum þjálfara.

„Ég hef auðvitað ekkert á móti síðasta landsliðsþjálfara [Ólafi Jóhannssyni, innsk. blm.]. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. En Lars býr yfir mikilli reynslu og með honum er meiri fagmennska í kringum liðið. Það er breyting sem við þurftum á að halda."

„Það er meiri taktík á æfingum og við erum betur undirbúnir fyrir leikir. Það var líka breyting sem við þurftum."

Aron stefnir að því að ná góðum úrslitum í kvöld. „Þetat er stór leikur. Ef við náum góðum úrslitum er það frábært. Við munum leggja upp með það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×