Fótbolti

Kolbeinn ekki með gegn Kýpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Lars Lagerbäck staðfesti í kvöld að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu gegn Kýpverjum á þriðjudagskvöldið.

Kolbeinn var á meðal áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld er Ísland vann 2-0 sigur á Noregi.

Eftir leikinn staðfesti Lagerbäck að Kolbeinn yrði ekki með á þriðjudag. Hann hefur verið að glíma við axlarmeiðsli og tókst ekki að ná sér góðum tímanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×