Innlent

Flaug lágflug yfir Keflavíkurflugvöll

Frá Keflavíkurflugvelli í kvöld.
Frá Keflavíkurflugvelli í kvöld.
Flugvél Icelandair flýgur nú annan hring eftir að hafa flogið lágflug fyrir Keflavíkurflugvöll svo sérfræðingar gætu séð lendingarbúnaðinn.

Tvær herþotur á vegum bandaríska hersins flugu einnig til móts við flugvélina, sem var á leiðinni til Orlando í Bandaríkjunum áður en henni var snúið við. Flugmenn herþotanna ætluðu að freistast til þess að sjá hvaða dekk það væri sem brotnaði af, en eins og fram kom í tilkynningu frá almannavörnum brotnaði eitt af átta hjólum Boing þotunnar við flugtak fyrr í kvöld.

Búist er við að vélin reyni að lenda á hverri stundu. Um 200 manns eru um borð í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×