Erlent

Sacha Baron Cohen á að leika Freddy Mercury

Ákveðið hefur verið að gamanleikarinn Sacha Baron Cohen, best þekktur sem persónan Borat, taki að sér hlutverk Freddy Mercury í nýrri kvikmynd um þennan litríka söngvara hljómsveitarinnar The Queen.

Það var Brian May gítarleikari Queen sem greindi frá þessu en áformað er að myndin um Mercury verði frumsýnd árið 2014. Tökur á henni munu hefjast næsta vor.

May segir að Mercury lifi enn góðu lífi í minningunni þótt nú séu yfir 20 ár frá andláti hans. Mercury lést af eyðni árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×