Erlent

Dæmd í 99 ára fangelsi

Elizabeth Escalona.
Elizabeth Escalona. mynd/AP
Dómstóll í Dallas í Bandaríkjunum dæmdi í dag 23 ára gamla konu til 99 ára fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára gamalli dóttur sinni í september á síðasta ári.

Saksóknari hafði upphaflega farið fram á 45 ára fangelsisdóm yfir konunni. Eftir að dómari hafði hlustað á vitnisburð barna konunnar, sem lýstu barsmíðunum af mikilli nákvæmni, var ákveðið að dæma hana í hartnær aldar fangelsi.

Konan, sem heitir Elizabeth Escalona, var fundin sek um að hafa límt hendur dóttur sinnar saman og barið hana ítrekað eða þangað til að það blæddi inn á heila telpunnar.

Á sínum yngri árum var Escalona viðriðin gengjastarfsemi og háð fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×