Vogue og ID hampa Ernu 21. febrúar 2012 09:00 Erna er í spennufalli eftir að sýningin er afstaðin og ánægð með góðar viðtökur blaðamanna og bloggara. „Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp Lífið Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp
Lífið Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira