Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

Tveir starfsmenn úr fiskiðjuveri HB.Granda á Vopnafirði voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa andað að sér ammoníaki, sem fór að leka þar út í andrúmsloftið.

Þeim mun ekki hafa orðið alvarlega meint af, eftir því sem Fréttastofan kemst næst. Slökkvilið var kallað á vettvang til að loftræsta verið, þegar búið var að stöðva lekann. Nánari atvik liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×