Gangaslagur kostar ríkið 9 milljónir Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2012 11:00 Slagur Gangaslagur hefur ekki verið haldinn í MR eftir að þar varð alvarlegt slys vorið 2009. Fréttablaðið/Hari Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík 8,9 milljónir króna með vöxtum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gangaslag í skólanum í apríl 2009. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær að slys hafi áður hlotist af slagnum sem hefð var fyrir í skólanum. Slagurinn var aflagður eftir þetta slys, en í ákæru eru stjórnendur hans átaldir fyrir að hafa látið hjá líða að gæta nægilega öryggis nemenda og fyrir að hafa ekki kallað til sjúkrabifreið og lögreglu þegar slysið varð. Gangaslagurinn snerist um að útskriftarárgangur reyndi að hringja bjöllu við enda gangs á meðan ungmenni í öðrum árgöngum reyndu að koma í veg fyrir hringingu. „Verður að meta rektor skólans til gáleysis að hafa ekki stöðvað slaginn þegar nemendur fóru ekki eftir þeim reglum er settar höfðu verið og að hafa leyft nemendum úr 6. bekk að stökkva út yfir höfuð nemenda sem á gólfi stóðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Maðurinn var tvítugur og nemandi í sjötta bekk skólans þegar slysið varð. Hann fékk þungt högg á höfuðið, sáran verk í háls og bak og hellu fyrir eyrun. Á slysadeild kom í ljós að hann var tvíbrotinn á fyrsta hálslið og liðband rifið. Þurfti hann að nota hálskraga í rúma fjóra mánuði og var óvinnufær allt sumarið. Maðurinn var byrjaður í stúdentsprófum en fékk þau metin. Varanleg örorka hans vegna slyssins er metin 12 prósent. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík 8,9 milljónir króna með vöxtum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gangaslag í skólanum í apríl 2009. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær að slys hafi áður hlotist af slagnum sem hefð var fyrir í skólanum. Slagurinn var aflagður eftir þetta slys, en í ákæru eru stjórnendur hans átaldir fyrir að hafa látið hjá líða að gæta nægilega öryggis nemenda og fyrir að hafa ekki kallað til sjúkrabifreið og lögreglu þegar slysið varð. Gangaslagurinn snerist um að útskriftarárgangur reyndi að hringja bjöllu við enda gangs á meðan ungmenni í öðrum árgöngum reyndu að koma í veg fyrir hringingu. „Verður að meta rektor skólans til gáleysis að hafa ekki stöðvað slaginn þegar nemendur fóru ekki eftir þeim reglum er settar höfðu verið og að hafa leyft nemendum úr 6. bekk að stökkva út yfir höfuð nemenda sem á gólfi stóðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Maðurinn var tvítugur og nemandi í sjötta bekk skólans þegar slysið varð. Hann fékk þungt högg á höfuðið, sáran verk í háls og bak og hellu fyrir eyrun. Á slysadeild kom í ljós að hann var tvíbrotinn á fyrsta hálslið og liðband rifið. Þurfti hann að nota hálskraga í rúma fjóra mánuði og var óvinnufær allt sumarið. Maðurinn var byrjaður í stúdentsprófum en fékk þau metin. Varanleg örorka hans vegna slyssins er metin 12 prósent.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira