Fótbolti

Kári og Jóhann Berg æfðu ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári (14) í baráttu í leiknum gegn Noregi.
Kári (14) í baráttu í leiknum gegn Noregi. Nordic Photos / Getty Images
Hvorki Kári Árnason né Jóhann Berg Guðmundsson æfðu með íslenska landsliðinu á Kýpur í morgun.

Landsliðið hélt utan í gærmorgun og komst á áfangastað eftir langt ferðalag í gærkvöldi.

Kári Árnason fór af velli snemma í síðari hálfleik með ökklameiðsli í 2-0 sigrinum á Noregi á föstudagskvöldið en fór engu að síður með liðinu út.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði að enn væri óvitað hvort Kári myndi spila á þriðjudaginn en hann gat þó ekki æft með liðinu í morgun.

Hið sama átti við um Jóhann Berg Guðmundsson sem fékk magakveisu í nótt.

Landsliðið æfði á keppnisvellinum í morgun. Þetta var létt æfing og munu leikmenn taka því svo rólega síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×