Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 15:45 Brynjar Björn í baráttu við Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira