Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 15:45 Brynjar Björn í baráttu við Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55. Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55.
Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira