Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna frumstæðs reykofns

Slökkviliðsmaður að störfum. Athugið að myndin er úr safni.
Slökkviliðsmaður að störfum. Athugið að myndin er úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Sóltúni í Reykjavík í dag vegna mikils reyks. Þegar á vettvang var komið sáu slökkviliðsmenn að íbúar voru búnir að grafa holu og reyktu kjöt með heldur frumstæðum aðferðum.

Þannig var holan vörðuð hellum en reykurinn olli talsverðu ónæði nágranna. Slökkviliðsmenn slökktu í reykofninum og var málinu svo vísað til lögreglu.

Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins var þetta sérkennilegasta útkall dagsins. Rólegt hefur verið yfir hjá slökkviliðinu utan þess að slökkviliðsmenn voru kallaðir að hótel Óðinsvé í morgun vegna hugsanlegs freonleka í ísskáp. Í ljós kom að lekinn var minniháttar og nægði að kippa ísskápnum úr sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×