Innlent

Dauð kanína fannst í plastpoka við Ölfusá

Hér sést hvar kanína liggur á árbakkanum.
Hér sést hvar kanína liggur á árbakkanum. dfs.is/MHH
Íbúi á Selfossi rakst á dauða kanínu meðfram Ölfusá í Hellisskógi í dag. Kanínan var ofan í innkaupapoka sem búið var að binda fyrir.

Á fréttavefnum dfs.is kemur fram að pokanum, með kanínunni, hafi líklega verið hent í ánna í þeim tilgangi að drepa dýrið. „Pokinn hefur svo rekið að árbakkanum. Íbúinn var í hálfgerðu sjokki þegar hann tilkynnti blaðamanni DFS um atburðinn enda ótrúleg grimmd hér á ferðinni gagnvart einni saklausri kanínu," segir á vefnum.

Þegar Vísir hafði samband við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi nú í kvöld, kannaðist hann ekki við málið. Þó væri ekki hægt að útiloka að það hefði komið inn á borð lögreglu fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×