AGS aðstoðar við gerð laga um fjármál hins opinbera 14. janúar 2012 07:00 Meðal þess sem ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera tekur á er ákveðnari vinnurammi við gerð fjárlaga, þar sem fjárveitingar eru skipulagðari og taka meira mið af heildarstefnu í hverjum málaflokki. Fréttablaðið/GVA Í nýrri skýrslu starfshóps AGS eru ráðleggingar til stjórnvalda við setningu nýrrar rammalöggjafar um fjármál hins opinbera. Fjármálaráðuneytið bað um skýrsluna. Frumvarpsdrög eiga að verða til fyrir þinglok. Ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera á að taka á vöntun, glufum og ósamræmi í lagaumhverfi sem átti þátt í fjármálalegum óstöðugleika fyrir hrun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármálaráðuneytið fór fram á tæknilegt liðsinni sjóðsins við undirbúning nýrrar rammalöggjafar. Skýrslan, sem kom út í gær, nefnist „Toward a New Organic Budget Law“. Í henni segir að upprisa Íslands úr efnahagshruninu 2008 feli í sér einstakt tækifæri til að endurskoða löggjöf og vinnuferla sem mótað hafi ákvarðanir í opinberum fjármálum síðasta áratug. Starfshópur sjóðsins fundaði hér á landi 18. til 31. október síðastliðinn með nefnd fjármálaráðuneytisins um endurskoðun gildandi löggjafar, auk fjölda fólks sem kemur að ákvarðanatöku um opinber fjármál. „Skýrslan og tilmæli hennar eru fyrsta innleggið í vinnu nefndar ráðuneytisins,“ segir í skýrslunni. Auk þess að taka á glufum og ósamræmi telur starfslið AGS að ný löggjöf eigi að festa í sessi góða fjárlagahætti sem teknir hafi verið upp eftir hrun, búa til styrkan grunn sjálfbærrar fjármálastefnu til framtíðar og um leið koma Íslandi í hóp þeirra landa sem fremst standa í umgjörð opinberra fjármála í heiminum. Skýrslan, sem er um 80 síður, er nokkuð ítarleg og í henni er að finna samanburð við önnur lönd, sér í lagi þar sem lög um opinber fjármál hafa verið endurskoðuð. Lagðar eru til aðferðir til að koma meiri aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og ákvarðanatöku á Alþingi. Þannig ætti eftir gildistöku nýrra laga að heyra sögunni til að mál einstakra stofnana dúkki upp á síðustu stundu við gerð fjárlaga. Komi í ljós að stofnun skorti fé eftir að búið er að úthluta fé til hennar málaflokks, þá verði ekki annað í boði en tilfærsla fjármuna sem ætlaðir hafa verið til þess flokks, en ekki aukin fjárútlát ríkisins. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem fer fyrir nefndinni um rammalöggjöfina nýju, segir mikla áherslu lagða á verkefnið. Hann segir gildissvið fjárreiðulaganna, sem á sínum tíma hafi verið mikil framför, vera tiltölulega afmarkað. „Til hefur staðið að setja almennari lagaramma sem tekur til allra þátta, áætlanagerðar í ríkisfjármálum, fjárlagaferlisins, framkvæmdar fjárlaga og eftirlits með henni, sem og reikningshaldi,“ segir hann og kveður drög lögð að mjög heildstæðri lagasetningu. Með skýrslu sérfræðinga AGS segir Guðmundur fram komið gagn sem eigi eftir að nýtast mjög vel í þeirri vinnu sem hafin sé. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til þess að hægt verði að kynna heildstæð frumvarpsdrög þegar líður að þinglokum,“ segir hann. Drögin verði þá lögð fram til kynningar á Alþingi. „Tímaáætlunin er nokkuð knöpp en við teljum okkur geta unnið þetta vandlega og af kostgæfni innan þessa tímaramma. Síðan mun þingið væntanlega þurfa rúman tíma til að fara yfir málið,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Í nýrri skýrslu starfshóps AGS eru ráðleggingar til stjórnvalda við setningu nýrrar rammalöggjafar um fjármál hins opinbera. Fjármálaráðuneytið bað um skýrsluna. Frumvarpsdrög eiga að verða til fyrir þinglok. Ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera á að taka á vöntun, glufum og ósamræmi í lagaumhverfi sem átti þátt í fjármálalegum óstöðugleika fyrir hrun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármálaráðuneytið fór fram á tæknilegt liðsinni sjóðsins við undirbúning nýrrar rammalöggjafar. Skýrslan, sem kom út í gær, nefnist „Toward a New Organic Budget Law“. Í henni segir að upprisa Íslands úr efnahagshruninu 2008 feli í sér einstakt tækifæri til að endurskoða löggjöf og vinnuferla sem mótað hafi ákvarðanir í opinberum fjármálum síðasta áratug. Starfshópur sjóðsins fundaði hér á landi 18. til 31. október síðastliðinn með nefnd fjármálaráðuneytisins um endurskoðun gildandi löggjafar, auk fjölda fólks sem kemur að ákvarðanatöku um opinber fjármál. „Skýrslan og tilmæli hennar eru fyrsta innleggið í vinnu nefndar ráðuneytisins,“ segir í skýrslunni. Auk þess að taka á glufum og ósamræmi telur starfslið AGS að ný löggjöf eigi að festa í sessi góða fjárlagahætti sem teknir hafi verið upp eftir hrun, búa til styrkan grunn sjálfbærrar fjármálastefnu til framtíðar og um leið koma Íslandi í hóp þeirra landa sem fremst standa í umgjörð opinberra fjármála í heiminum. Skýrslan, sem er um 80 síður, er nokkuð ítarleg og í henni er að finna samanburð við önnur lönd, sér í lagi þar sem lög um opinber fjármál hafa verið endurskoðuð. Lagðar eru til aðferðir til að koma meiri aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og ákvarðanatöku á Alþingi. Þannig ætti eftir gildistöku nýrra laga að heyra sögunni til að mál einstakra stofnana dúkki upp á síðustu stundu við gerð fjárlaga. Komi í ljós að stofnun skorti fé eftir að búið er að úthluta fé til hennar málaflokks, þá verði ekki annað í boði en tilfærsla fjármuna sem ætlaðir hafa verið til þess flokks, en ekki aukin fjárútlát ríkisins. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem fer fyrir nefndinni um rammalöggjöfina nýju, segir mikla áherslu lagða á verkefnið. Hann segir gildissvið fjárreiðulaganna, sem á sínum tíma hafi verið mikil framför, vera tiltölulega afmarkað. „Til hefur staðið að setja almennari lagaramma sem tekur til allra þátta, áætlanagerðar í ríkisfjármálum, fjárlagaferlisins, framkvæmdar fjárlaga og eftirlits með henni, sem og reikningshaldi,“ segir hann og kveður drög lögð að mjög heildstæðri lagasetningu. Með skýrslu sérfræðinga AGS segir Guðmundur fram komið gagn sem eigi eftir að nýtast mjög vel í þeirri vinnu sem hafin sé. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til þess að hægt verði að kynna heildstæð frumvarpsdrög þegar líður að þinglokum,“ segir hann. Drögin verði þá lögð fram til kynningar á Alþingi. „Tímaáætlunin er nokkuð knöpp en við teljum okkur geta unnið þetta vandlega og af kostgæfni innan þessa tímaramma. Síðan mun þingið væntanlega þurfa rúman tíma til að fara yfir málið,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira