Ísland hýsi 1% gagna í Evrópu 14. janúar 2012 11:00 Gagnaver Verne Global Gagnaver Verne Global tekur til starfa í byrjun febrúar. Landsvirkjun stefnir á að árið 2020 verði Ísland eitt af tíu stærstu gagnaverskjarnasvæðum í heimi. Stefnt er að því að 1% gagna í Evrópu verði þá hýst á Íslandi. Landsvirkjun áætlar að Ísland geti orðið í hópi tíu stærstu gagnaverasvæða í heimi árið 2020, ef rétt er haldið á málum. Gangi það eftir mun Ísland geta sinnt einu prósenti af Evrópumarkaði fyrir gagnageymslu. Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun, hélt nýverið erindi um málið. Að hans sögn þarf að koma á samstarfi fulltrúa þriggja hópa til að svo megi fara; orkuiðnaðar, innviða og viðskiptaumhverfis. Með innviðum er átt við alla sem koma að gagna- og orkuflutningum. Þeir verða að vera áreiðanlegir og kostnaður skýr. Þá skipta staðsetningar miklu; þessi iðnaður krefst nálægðar við eftirspurnina og Ísland uppfyllir þær kröfur varðandi 2/3 af allri eftirspurn í heiminum, sem er í Norður-Ameríku og Evrópu. Gagnaversiðnaðurinn leitar á svæði þar sem orkuafhending er örugg og orkuverð er því oft hátt. Öll orkufyrirtækin hafa beint sjónum sínum að þessum markaði og jafnvel ráðið starfsmenn úr geiranum til að laða hana að, líkt og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert. Í erindi Ríkarðs kom fram að til að markmiðin um hlutdeild Íslands náist verði allir að gefa skýr skilaboð, orkuiðnaðurinn, dreifingaraðilar, viðskiptalífið og ekki síst stjórnmálamenn. Verne Global mun hefja starfsemi í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ í febrúar. Klippt verður á borða við hátíðlega athöfn 8. febrúar, en unnið hefur verið að uppsetningu versins síðustu fjögur ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist mjög ánægð með þessa þróun. „Það er gríðarlegt fagnaðarefni að hér sé að ryðja sér til rúms ný tegund hátækniiðnaðar á Íslandi. Þetta býður upp á mjög mikla afleidda möguleika í framhaldinu. Í öðru lagi er þetta enn eitt merkið um að hér sé erlend fjárfesting aftur að fara af stað. Ég held að með þeirri erlendu fjárfestingu sem við eigum eftir að sjá á þessu ári, með kísilveri í Helguvík og uppbyggingu á Norðausturlandi, munum við sjá mun fjölbreyttari starfsemi en hingað til.“- kóp Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Gagnaver Verne Global tekur til starfa í byrjun febrúar. Landsvirkjun stefnir á að árið 2020 verði Ísland eitt af tíu stærstu gagnaverskjarnasvæðum í heimi. Stefnt er að því að 1% gagna í Evrópu verði þá hýst á Íslandi. Landsvirkjun áætlar að Ísland geti orðið í hópi tíu stærstu gagnaverasvæða í heimi árið 2020, ef rétt er haldið á málum. Gangi það eftir mun Ísland geta sinnt einu prósenti af Evrópumarkaði fyrir gagnageymslu. Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun, hélt nýverið erindi um málið. Að hans sögn þarf að koma á samstarfi fulltrúa þriggja hópa til að svo megi fara; orkuiðnaðar, innviða og viðskiptaumhverfis. Með innviðum er átt við alla sem koma að gagna- og orkuflutningum. Þeir verða að vera áreiðanlegir og kostnaður skýr. Þá skipta staðsetningar miklu; þessi iðnaður krefst nálægðar við eftirspurnina og Ísland uppfyllir þær kröfur varðandi 2/3 af allri eftirspurn í heiminum, sem er í Norður-Ameríku og Evrópu. Gagnaversiðnaðurinn leitar á svæði þar sem orkuafhending er örugg og orkuverð er því oft hátt. Öll orkufyrirtækin hafa beint sjónum sínum að þessum markaði og jafnvel ráðið starfsmenn úr geiranum til að laða hana að, líkt og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert. Í erindi Ríkarðs kom fram að til að markmiðin um hlutdeild Íslands náist verði allir að gefa skýr skilaboð, orkuiðnaðurinn, dreifingaraðilar, viðskiptalífið og ekki síst stjórnmálamenn. Verne Global mun hefja starfsemi í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ í febrúar. Klippt verður á borða við hátíðlega athöfn 8. febrúar, en unnið hefur verið að uppsetningu versins síðustu fjögur ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist mjög ánægð með þessa þróun. „Það er gríðarlegt fagnaðarefni að hér sé að ryðja sér til rúms ný tegund hátækniiðnaðar á Íslandi. Þetta býður upp á mjög mikla afleidda möguleika í framhaldinu. Í öðru lagi er þetta enn eitt merkið um að hér sé erlend fjárfesting aftur að fara af stað. Ég held að með þeirri erlendu fjárfestingu sem við eigum eftir að sjá á þessu ári, með kísilveri í Helguvík og uppbyggingu á Norðausturlandi, munum við sjá mun fjölbreyttari starfsemi en hingað til.“- kóp
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira