Fótbolti

Portúgalar í undanúrslit EM í fjórða sinn - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Cristiano Ronaldo tryggði Portúgal í kvöld sæti í undanúrslitum Evrópumótsins þegar hann skoraði eina markið í leik liðsins á móti Tékklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Póllandi og Úkraínu.

Þetta er í fjórða sinn sem portúgalska landsliðið kemst alla leið í undanúrslitin á EM en þeir komust einnig svona langt árin 1984, 2000 og 2004. Portúgalar töpuðu í undanúrslitaleikjunum 1984 og 2000 en fóru alla leiðin í úrslitaleikinn fyrir átta árum.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru að sjálfsögðu mættir með myndavélar sínar á leikinn í Varsjá í kvöld og við höfum tekið saman myndasyrpu frá atburðum kvöldsins. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/AFP
Mynd/Nordic Photos/Getty

Tengdar fréttir

Enginn Portúgali í leikbanni í undanúrslitunum

Portúgalar glöddust ekki bara yfir því að vera komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í kvöld því enginn leikmaður liðsins verður í banni í næsta leik á móti annaðhvort Spáni eða Frakklandi.

Cristiano Ronaldo skallaði Portúgal inn í undanúrslitin

Portúgal varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í fótbolta. Cristiano Ronaldo tryggði þá Portúgal 1-0 sigur á Tékklandi þegar hann skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir leikslok.

Cristiano Ronaldo: Núna brosa allir í liðinu

Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Tékklandi í átta liða úrslitum á EM í fótbolta. Ronaldo skapaði sér fjölda færa í leiknum en skoraði sigurmarkið með skalla ellefu mínútum fyrir leikslok.

Ronaldo skaut fjórum sinnum oftar á markið en allt tékkneska liðið

Portúgal vann í kvöld 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Yfirburðir Portúgala voru meiri en úrslita gefa til kynna og það sést vel í tölfræðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×