Fótbolti

Ronaldo skaut fjórum sinnum oftar á markið en allt tékkneska liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skalli Cristiano Ronaldo á leið í markið.
Skalli Cristiano Ronaldo á leið í markið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Portúgal vann í kvöld 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Yfirburðir Portúgala voru meiri en úrslita gefa til kynna og það sést vel í tölfræðinni.

Portúgal átti 20 skot í leiknum og þar af fóru fimm þeirra á markið. Tékkar náðu aðeins tveimur skotum allan leikinn og hvorugt þeirra fór á markið.

Portúgalska liðið átti 598 heppnaðar sendingar á móti aðeins 352 heppnuðum sendingum Tékka og Portúgalir voru með boltann 62 prósent af leiknum.

Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu en hann átti einnig tvö stangarskot og fjölda annarra tilrauna.

Ronaldo reyndi alls átta skot í leiknum og skaut því fjórum sinnum oftar á markið en allt tékkneska liðið til samans.

Joao Moutinho lagði upp sigurmark portúgalska liðsins en 90 prósent sendinga hans heppnuðust í kvöld og enginn leikmaður á vellinum átti fleiri heppnaðar sendingar í þessum leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×