Fótbolti

Enginn Portúgali í leikbanni í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Portúgalar glöddust ekki bara yfir því að vera komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í kvöld því enginn leikmaður liðsins verður í banni í næsta leik á móti annaðhvort Spáni eða Frakklandi.

Nani og Miguel Veloso fengu báðir gult spjald í fyrri hálfleik en voru hvorugir búnir að fá spjald í riðlakeppninni.

Fábio Coentrao, Cristiano Ronaldo, Raul Meireles, Joao Pereira og Hélder Postiga voru allir með spjald á bakinu en fengu ekki spjald hjá Howard Webb í kvöld.

Allir leikmenn sem hafa fengið spjald losna nú við sitt spjald samkvæmt reglum UEFA en enginn leikmaður getur verið í leikbanni í úrslitaleiknum nema ef hann fær rautt spjald í undanúrslitunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×