Sport

Nítján Íslandsmet í Ásvallalaug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbrún Alda Stefánsdóttir setti þrjú Íslandsmet.
Kolbrún Alda Stefánsdóttir setti þrjú Íslandsmet. Mynd/Sverrir Gíslason
Sannkallað metaregn var á fyrri degi Íslandsmóts fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Hjörtur Már Ingvarsson, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Marinó Ingi Adolfsson og Thelma Björg Björnsdóttir settu öll þrjú Íslandsmet. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir methafana ásamt fötlunarflokki þeirra, keppnisgrein og tíma.

Flokkar S1-S10 eru flokkar hreyfihamlaðra þar sem S1 er mesta fötlun og S10 minnsta fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra þar sem S11 er flokkur alblindra en flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra.

Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Íþróttasambands fatlaðra, sjá hér.

Íslandsmetin sem féllu í gær

Thelma Björg Björnsdóttir S6 50 frjáls aðferð 0:41,38

Thelma Björg Björnsdóttir SM6 200 fjórsund 4:07,68

Thelma Björg Björnsdóttir SB5 100 bringusund 2:22,80

Kolbrún Alda Stefánsdóttir S14 50 frjáls aðferð 0:30,46

Kolbrún Alda StefánsdóttirS14 50 baksund 0:37,49

Kolbrún Alda Stefánsdóttir SB14 100 bringusund 1:26,87

Marinó Ingi Adolfsson S8 50 frjáls aðferð 0:35,73

Marinó Ingi Adolfsson S8 50 baksund 0:39,95

Marinó Ingi Adolfsson S8 400 frjáls aðferð 5:56,42

Hjörtur Már Ingvarsson S5 50 frjáls aðferð 0:42,84

Hjörtur Már Ingvarsson SM5 200 fjórsund 4:00,47

Hjörtur Már Ingvarsson SB5 100 bringusund 2:24,16

Pálmi Guðlaugssonsson7 50 frjáls aðferð 0:34,89

Pálmi Guðlaugsson SM7 200 fjórsund 3:15,84

Jón Margeir Sverrisson S14 100 flugsund 1:02,34

Jón Margeir Sverrisson S14 400 frjáls aðferð 4:16,93

Vilhelm Hafþórsson S14 50 frjáls aðferð 0:25,51

Íva Marín Adrichem S11 50 frjáls aðferð 0:50,18

Karen Axelsdóttir S2 50 baksund 1:55,94
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.