Sport

Tebow ofmetnasti leikmaður NFL-deildarinnar

Tebow og Sanchez.
Tebow og Sanchez.
Í lok síðasta tímabils var Tim Tebow að vinna leik í úrslitakeppninni með Denver Broncos en síðan hefur hann mátt sætta sig við bekkjarsetu hjá NY Jets. Félagar hans í NFL-deildinni hafa misst mikið álit á leikmanninum.

Fyrir fimm mánuðum var hann á lista yfir 100 bestu leikmenn deildarinnar en í dag var greint frá því að hann væri ofmetnasti leikmaður deildarinnar að mati annarra leikmanna.

Sports Illustrated stóð fyrir könnuninni en 180 leikmenn tóku þátt sem er reyndar ekkert sérstök þáttaka.

Tebow fékk 34 prósent atkvæða sem ofmetnasti leikmaðurinn en maðurinn sem heldur honum á bekknum hjá Jets, Mark Sanchez, lenti í öðru sæti með 8 prósent.

Sanchez fékk reyndar jafnmörg atkvæði og Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys. Michael Vick, leikstjórandi Philadelphia Eagles, kom þar á eftir með 4 prósent og Ray Lewis, leikmaður Baltimore, fékk 3 prósent atkvæða.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×