Erlent

Staðfest að Baumgartner rauf hljóðmúrinn

Staðfest hefur verið að austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner rauf hljóðmúrinn í sögulegu frjálsu falli sínu úr 39 kílómetra hæð um helgina.

Þegar hraðinn var mestur á Baumgartner mældist hann 1.342 kílómetrar á klukkutímann sem er vel yfir hljóðhraðanum.

Hæðin sem Baumgatner stökk úr er við ytri mörk gufuhvolfsins og þegar þessi ofurhugi hóf stökk sitt sagði hann: Ég er á leiðinni heim.

Sjálft stökkið stóð yfir í fjórar mínútur og 19 sekúndur áður en Baumgartner lenti heilu og höldnu í Nýju Mexíkó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×