Rodgers stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 09:45 Rodgers hleypur með boltann. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14 NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Sjá meira
Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann