Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð

Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn.

Tengdar fréttir

Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig

Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1

Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1

Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 0-3

ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Val í 20. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Eyjamenn mættu með nýja þjálfara í leikinn en Magnús Gylfason gekk úr starfi sínu sem þjálfari daginn áður. Ian Jeffs leikmaður liðsins sér um að þjálfa liðið ásamt Dragan Kazic það sem eftir er af tímabilinu.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-2

KR bjargaði sér naumlega frá neyðarlegu tapi fyrir botnliði Grindavíkur í kvöld. Heimamenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1

Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins.

Garðar jafnaði í uppbótartíma | Myndir

Fram og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 20. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu metin í uppbótartíma þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald.

Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum

Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×