Íslenski boltinn

Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV.

Pepsi-mörkin sýndu í gær frábærar myndir af því þegar Magnús Gylfason mætti á völlinn og heilsaði Eyjamönnunum í stúkunni áður en hann settist við hlið þeirra Heimis og golfarans Þorsteins Hallgrímssonar. Hermann Hreiðarsson var í næstu röð og í kringum þá allir aðalmennirnir í ÍBV.

Brotthvarf Magnúsar kom öllum á óvart enda var liðið í 2. sæti og búið að ná í 29 af 42 mögulegum stigum út úr síðustu fjórtán leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

Það er hægt að sjá myndir frá komu Magnúsar í stúkuna með því að smella hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×