Súrrealískt að leika á móti stjörnunni Russell Crowe 25. september 2012 14:31 "Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
"Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira