Fótbolti

Neymar: Ég er ekki vél

Brasilíska undrabarnið Neymar er ekki kátur með stuðningsmenn landsliðsins eftir að þeir bauluðu á hann í vináttulandsleik gegn Suður-Afríku á föstudag.

Neymar átti ekki góðan leik, líkt og margir félagar hans í 1-0 sigri, og hann bendir fólki á að hann sé mannlegur. Hann geti ekki alltaf verið góður.

"Mér varð óglatt yfir þessari hegðun áhorfenda. Ég er ekki vél. Ég var búinn á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Neymar en honum finnst væntingarnar í sinn garð oft á tíðum of miklar.

Brasilía spila gegn Kína á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×