Innlent

Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands

Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring.

Hjá Rarik fengust þær upplýsingar í morgun að menn væru að gera sig klára á ný til þess að vinna að því að koma málum í samt lag en mikið starf bíður vinnuflokkanna.

Talið er að um sjötíu rafmagnsstaurar hafi brotnað í Mývatnssveit og nágrenni. Á Kópaskeri, þar sem lengi var rafmagnslaust í gær hefur rafmagni verið komið á með hjálp díselrafstöðvar og í Kelduhverfi er sömu sögu að segja en þar þarf að skammta rafmagnið.

Rafmagn komst á að nýju á Akureyri um sjöleytið í gærkvöldi en þar sló öllu út í um tvo tíma í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×