Fótbolti

Arsenal sýnir Drogba áhuga

Didier Drogba gæti verið á leið aftur í enska boltann en honum líður víst ekki nógu vel í Kína og svo eru ekki allir stjórnarmenn ánægðir með ofurlaunin hans.

Arsenal er sagt vera á tánum og til í að bjóða Drogba samning fari svo að hann yfirgefi Kína. Er hermt að félagið hafi þegar sett sig í samband við félag Drogba, Shanghai Shenhua.

Stuðningsmenn Chelsea yrðu líklega ekki sérstaklega kátir að sjá Drogba í búningi Arsenal. Hvort leikmaðurinn hafi síðan nokkurn áhuga á því að spila fyrir Arsenal er ekki vitað.

Drogba var einnig orðaður við Real Madrid í sumar en ekki er talið líklegt að hann fari þangað núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×