Sport

RG3 besti sóknarleikmaður fyrstu umferðar NFL-deildarinnar

Nýliðinn Robert Griffin III er þegar byrjaður að endurskrifa söguna í NFL-deildinni en hann fór algjörlega á kostum í fyrstu umferð NFL-deildarinnar.

Þá var hann óstöðvandi í afar óvæntum 40-32 sigri síns liðs, Washington Redskins, á New Orleans Saints.

Griffin, eða RG3 eins og hann er oftast kallaður, kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum, kastaði 320 jarda og þar af tvisvar fyrir snertimarki. Hann er fyrsti leikstjórnandinn í sögunni sem kastar yfir 300 jarda og fyrir tveim snertimörkum í sínum fyrsta leik.

Griffin III var fyrir vikið valinn besti sóknarleikmaðurinn í fyrstu umferð en nýliðaleikstjórnandi hefur aldrei fengið þau verðlaun áður.

Byrjað var að útnefna bestu leikmenn hverra umferða árið 1984.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×