Innlent

Fíkniefni og fjármuni fundust á heimili Outlaws-konu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af því sem talið er vera amfetamín við húsleit í umdæminu á föstudagskvöldinu. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Húsráðandi, kona á þrítugsaldri sem tengist vélhjólasamtökunum Outlaws, var handtekin í þágu rannsóknarinnar. Konan hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×