Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2012 11:57 Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning