NFL: Nóg af óvæntum úrslitum - Arizona vann New England á Gillette-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2012 10:30 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19 NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira