Sport

Manning brotlenti í Atlanta

Varnarmenn Atlanta  létu Manning finna fyrir því í nótt.
Varnarmenn Atlanta létu Manning finna fyrir því í nótt.
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, var minntur á það hraustlega í nótt að hann hefur sama og ekkert spilað síðustu tvö ár.

Honum gekk frábærlega í fyrsta leik tímabilsins gegn Pittsburgh en varnarmenn Atlanta hlógu að honum í nótt. Hann kastaði þrem boltum í hendur andstæðinganna í fyrsta leikhlutanum sem hafði aðeins einu sinni áður gerst á 14 ára ferli hans.

Manning og félagar rifu sig upp í síðari hálfleik en það dugði ekki til þar sem liðið tapaði gegn Atlanta, 27-20.

"Þetta voru vonbrigði. Ég gróf holu fyrir liðið með þessari byrjun minni," sagði Manning.

Þetta var aðeins annar alvöru leikurinn hans á tveim árum en hann er búinn að gangast undir fjórar aðgerðir á hálsi og orðinn 36 ára gamall.

Það mátti sjá í nótt að hann er aðeins ryðgaður en flestir sérfræðingar trúa því þó að hann eigi eftir að gera það gott í vetur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×