Tölvufíkill loks laus við tölvuna Lilllý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2012 18:45 Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað." Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað."
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira