Fótbolti

Nielsen undrandi á fjarveru Arons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Brian Steen Nielsen, fyrrum landsliðsmaður Dana í knattspyrnu og núverandi yfirmaður íþróttamála hjá AGF, segir að íslenska landsliðið megi vera ansi gott fyrst ekki séu not fyrir Aron Jóhannsson.

Aron hefur slegið í gegn með AGF í síðustu leikjum. Hann skoraði til að mynda fernu á aðeins sextán mínútum í leik á dögunum, þar af þrennu á tæpum fjórum mínútum en bæði er met. Hann er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö mörk.

„Ég er nokkuð undrandi á því að íslenska landsliðið hafi ekki not fyrir framherja sem er í jafn góðu formi og Aron," sagði Nielsen við danska fjölmiðla.

„Ég veit að Ísland á nokkra góða framherja en mér finnst að ungur leikmaður sem hefur staðið sig jafn vel og hann hefði í það minnsta átt skilið að vera valinn í hópinn."

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×