Fótbolti

Birkir Bjarna: Strákarnir gera aðeins grín að mér

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
mynd/vilhelm
Birkir Bjarnason brosti út að eyrum eftir sigurinn. Birkir er uppalinn í Noregi og hefur leikið þar lengst af ferlinum. Sigurinn var því sérstaklega sætur fyrir hann.

„Auðvitað er gaman að vinna móti Noregi. Maður þekkir marga þarna, hef spilað með sumum og á móti öðrum. Það var svolítið spjall í gangi inni á vellinum," sagði Birkir Bjarnason sem átti fínan leik og horfir bjartsýnisaugum fram á veginn.

„Þetta er mjög vel gert hjá þjálfarateyminu. Við erum mjög góður hópur og mér líst mjög vel á þetta," segir Birkir. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt hann, sem er að upplagi miðjumaður, sé látinn spila frammi hjá landsliðinu.

„Þetta er voða svipað og maður reynir að gera það besta fyrir liðið," segir Birkir sem hefur bara gaman að því að vera „Norsarinnn" í íslenska landsliðinu.

„Það er fínt. Strákarnir gera aðeins grín að mér en ég hef það mjög fínt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×