Fótbolti

Lars Lagerbäck: Hannes gerði engin mistök

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes sýnir hér frábær tilþrif í markinu.
Hannes sýnir hér frábær tilþrif í markinu. mynd/vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði Hannesi Þór Halldórssyni, markverði Íslands, í leikslok.

Hannes Þór átti frábæran leik í marki Íslands og bjargaði nokkrum sinnum vel þegar mikið lá við.

„Hann gerði engin mistök, var 100 prósent," sagði Lagerbäck sem sagði að erfitt væri að velja á milli Hannesar og Gunnleifs Gunnleifssonar, markvarðar FH. Ákvörðunin væri þó tekin af fleirum en honum einum.

„Heimir (Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari) og Guðmundur (Hreiðarsson, markvarðarþjálfari) sögðu sína skoðun í umræðunni. Þar skiptir skoðun Guðmundar miklu máli," sagði Svíinn.

„Það er lítill munur á þeim. Hannes hefur staðið sig vel í þeim landsleikjum sem hann hefur spilað. Hann átti því skilið að fá tækifærið í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×