Innlent

Um tvö þúsund á biðlistum Landspítalans

Sjúklingar á biðlistum Landspítalans eru nú um 2000. Forstjóri spítalans segir áhyggjuefni að fjölgað hafi á listum þvert á markmið um að fækka á þeim.

Í svokölluðum pistli sem Björn Zoega, forstjóri spítalans, birtir vikulega á síðu spítalans fer hann yfir stöðu stofnunarinnar og hvernig gengur að fylgja markmiðum sem þar eru sett.

Meðal þess sem þar kemur fram er að gleðiefni sé að tekist hafi að fækka spítalasýkingum. Nálgast spítalinn nú óðfluga markmið sitt að ná þeim niður í fimm prósent en nú er þær um 6 prósent. Segi hann að á öðrum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum sé tíðnin oft í kringum 9 til 10 prósent.

Það sé hins vegar áhyggjuefni að ekki hafi tekist að ná því markmiði að fækka á biðlistum.

Samkvæmt þeim gögnum birt eru um biðlista á vef spítalans kemur fram að í janúar í fyrra biðu rúmlega 1.356 manns eftir þjónustu. Í janúar á þessu ári biðu 1.563 eftir þjónustu en nú eru sjúklingar um 2000 sjúklingar á biðlistum spítalans og er því fjölgunin nokkur þvert á markmið spítalans.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þróunin skýrist að hluta til af því að spítalinn hafi tekið við verkefnum annarra stofnana svo sem Sankti Jósefsspítala þar sem biðlistar hafi þegar verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×