Innlent

Framtíð Norðurskautsins rædd á Akureyri

Norðurskautið
Norðurskautið mynd/Wiki commons
Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál var haldin á Akureyri í vikunni. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar voru stjórnskipun á norðurslóðum, mannlífsþróun með áherslu á rannsóknir og viðskiptatækifæri á norðurskautssvæðinu.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, Kristján Þór Júlíusson og Jónína Rós Guðmundsdóttir sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.

Ráðstefnan er samstarfsvettvangur þingmanna aðildarríkja Norðurskautaráðsins. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Kanada, Norðurlönd og Rússland.

í ráðstefnuyfirlýsingu fundarins kemur meðal annars fram að lögð verði áhersla á gera Norðurskautaráðið að alþjóðlegum samtökum með því að aðildarríkin átta sameinist um milliríkjasamning um málefni Norðurskautsmála.

Þá er hvatt til þess að aðildarríkin efli samstarf sitt við Alþjóðasiglingamálastofnun og að hægt verði að hagræða siglingum um norðurheimskautssvæðið.

Hægt er að nálgast yfirlýsinguna í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×